Kæru haukafélagar
Haukar munu viðhafa þá nýbreytni þetta árið að hafa opið hús þar
sem forráðamönnum gefst kostur á því, meðal annars, að ganga frá
greiðslu æfingagjalda í barna og unglingastarfinu.
Takið því frá föstudaginn 9. september n.k. frá kl. 17:30 til
20:30 eða laugardaginn 10.september n.k. frá kl. 10:00 til 14:00.
Á þessum dögum munum við kynna starfssemi Hauka. Við munum starfrækja sérstakt
Hauka kaffihús í tilefni dagsins þar sem veitingar eru ókeypis. Ykkur er því öllum boðið í
vöfflur með rjóma og kakó/kaffi.
Á sama tíma getið þið gengið frá æfingagjöldum vegna komandi starfsárs. Haukar
hafa tekið í gagnið nýtt skráningarkerfi þar sem allir geta gengið frá æfingagjöldum
á netinu. Kerfið var notað í rekstri sumarskólans og reyndist mjög vel, þannig að nú
mun sama kerfi vera notað vegna æfingagjalda. Hægt er að ganga frá greiðslu eða
greiðsludreifingu á staðnum og hvetjum við fólk til að gera það.
Á sama tíma munum við kynna samstarf N1 og Hauka varðandi bensínkort, en allir Haukar
sem skrá sig í hóp 398 hjá N1 fá 5 krónu afslátt á hverjum eldsneytislítra auk þess að
fá afslátt á þjónustuvörum. N1 kortið er ávísun á verulegan sparnað fyrir Haukafélaga og
það kostar ekkert að fá sér kort og engar skuldbindingar um viðskipti. Menn einfaldlega
nota kortið ef það er hagkvæmt fyrir viðkomandi. Á sama tíma styðjið þið við bakið á
starfsemi Hauka. Við minnum einnig á N1 bensínstöðina við Ásvelli.
Haukar hafa einnig skrifað undir samstarfssamning við tryggingafélagið TM og þeir
sem hafa áhuga á að fá tilboð í betri verð í tryggingum geta komið því í framkvæmd á
staðnum.
Haukar í horni er félagsskapur stuðningsmanna Hauka og það eiga allir stuðningsmenn að
vera í þeim ágæta félagsskap. Á opna húsinu verður kynning á þessu starfi enda er þessi
stuðningur mikilvægur fyrir Hauka.
Haukar bjóða ykkur því hjartanlega velkomin á opið hús föstudaginn 9. september og
laugardaginn 10. september n.k.
Við sjáum vonandi sem flesta.
Áfram Haukar
Friday, September 9, 2011
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment