Kæru forráðamenn
Ég vil byrja á því að þakka þeim sem eru búnir að skrá sig og ganga frá
gjöldum. Þetta er mikilvægt fyrir starfið okkar og ykkar. Þá vil ég hvetja
þá sem ekki eru búnir að ganga frá gjöldum að gera það sem fyrst. Frestur
til að ganga frá greiðslu gjalda er 1. okt.
Við erum að taka í gagnið nýtt skráningarkerfi sem hjálpar okkur að halda
utan um allar skráningar og greiðslu gjalda þannig að öll skráning/greiðsla
gjalda fer í gegnum haukar.is.
Þeir sem notuðu kerfið í sumar þegar þeir skráðu í íþróttaskóla Hauka þurfa
ekki að skrá aftur inn iðkendur heldur fara inn á því lykilorði sem þau
bjuggu til í sumar.
1. Farið er á heimasíðunni okkar haukar.is.
2. Hægra megin á síðunni er gulur kassi sem í stendur „Skráning í
vetrarstarf Hauka“.
3. Farið þar inn og byrjið á því að gera „nýskráning“.
4. Veljið ykkur lykilorð sem þið notið síðan í hvert skipti sem farið er
þarna inn.
5. Skráið alla ykkar iðkendur inn með því að gera „Nýr iðkandi“ og fylla þar
út upplýsingar.
6. Nú getið þið skráð í flokka og gengið frá greiðslu.
Þeir sem eru með kreditkort geta klárað skráningu/greiðslu gjalda á netinu,
hinir hafa samband við íþróttastjóra og hafa tvo valmöguleika:
1. Millifæra á reikning Hauka (upplýsingar hjá íþróttastjóra).
2. Greiðsluseðill – hægt er að skipta gjaldinu hér í 6 greiðslur.
Niðurgreiðslur Hafnarfjarðarbæjar eru sem hér segir:
Fyrir 6-12 ára 1.700 á mánuði (knattspyrna fær 12 mánuði, handbolti og
körfubolti 9 mánuði)
Fyrir 13-16 ára 2.550 á mánuði (þær greinar sem eru allt árið fá 12 mánuði í
endurgreiðslu)
Endurgreiðslurnar verða millifærðar annaðhvort á kreditkort forráðamanna eða
endurgreitt á reikning, fer eftir hvernig gjöldin eru greitt. Endurgreitt er
eftir hvert tímabil þ.e. gáttin eru opin frá 1.-15.okt, 1.-15.feb. og
1.-15.júlí – eftir hvert tímabil göngum við frá endurgreiðslu.
Frestur til að skrá og ganga frá greiðslu gjalda er 1. okt.
Allar upplýsingar varðandi æfingagjöld og niðurgreiðslu er á haukar.is undir
„Æfingagjöld“, hægra megin á síðunni. Æfingagjöld eru heildargreiðslur þ.e.
forráðamenn eiga eftir að fá niðurgreitt sem þeir fá eftir hvert tímabil.
Með Haukakveðju,
Guðbjörg Norðfjörð
Íþróttastjóri Hauka
gudbjorg@haukar.is
s: 525-8702
Wednesday, September 14, 2011
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment