AND

Tuesday, July 13, 2010

Sumarfrí, æfingaleikur og mót sumarsins!

Fimmtudaginn 15.júlí verður síðasta æfingin fyrir sumarfríið. Fyrsta æfingin eftir sumarfríið verður fimmtudaginn 5.ágúst.

Stefnt er að hafa æfingaleik við Stjörnuna þriðjudaginn 10.ágúst á Stjörnuvellinum. Nánar um það á heimasíðunni okkar www.8flokkur.blogspot.com þegar nær dregur.

Svo er stóra stundin að renna upp - mót sumarsins framundan! Þá er loks komið að því að 8.flokkurinn uppskeri enda hefur verið sáð mikið og vel í vetur. Helgina 14 -15. ágúst fer fram Atlantismótið á vegum Aftureldingu, en mótið er haldið á Tungubökkum. 8.flokkur mun spila annað hvort á laugardeginum eða sunnudeginum, á ca. 3-4 klst, en þegar þetta er ritað er ekki búð að raða niður á mótið. Mikilvægt er að skrá sig á mótið og greiða mótsgjaldið (1000 kr.) í síðasta lagi 5.ágúst, svo þjálfarar geti skráð inn réttan fjölda liða til þátttöku. Skráið ykkur með því að senda póst á mannsraekt@gmail.com eða senda sms í 695 5415 og þið fáið sent til baka upplýsingar um leiktíma, hvert skal millifæra mótsgjald osfrv. í vikunni fyrir mótið.

Við leggjum mikla áherslu á það að allir þeir sem hafa verið að æfa í vetur/sumar, og komast á mótið, komi og taki þátt. Það er jú verðlaunapeningur í boði !! :)

Haukakveðja,
Hildur, Kristján Ómar, Lára, Alexander Aron, Haukur, Margrét Sif og Ásta Pálmey.

No comments:

Post a Comment

Eldri fréttir