Kæru foreldrar/forráðamenn
Nú er komið að skráningu í íbúagátt Hafnarfjarðarbæjar.
Íbúagáttin opnar á morgun 1. júlí og verður opin til 15. júlí. Nauðsynlegt er, til að fá æfingagjöld niðurgreidd að hluta, að fara á íbúagáttina og merkja við viðkomandi íþróttagrein sem iðkandi er í.
Við minnum á að hægt er að skrá barnið í fleiri en eina íþróttagrein.
Allir iðkendur fá í þessari viku heim með sér af æfingu segla sem hægt er að setja á ísskápinn og þá muna allir eftir íbúagáttinni í þau þrjú skipti sem gáttin er opin yfir árið.
Endilega látið vita ef ykkar heimili hefur ekki fengið segul í byrjun næstu viku.
No comments:
Post a Comment