Á morgun, fimmtudag, er meistaraflokkur karla í fótbolta að leika mikilvægan leik gegn Leikni kl. 19:15 á Ásvöllum. Með sigri í þeim leik tekur liðið stórt skref í átt að því að fara upp í úrvalsdeild, en 4 leikir eru eftir af mótinu og liðið sem stendur í 2. sæti. Stuðningur Haukafólks í stúkunni vegur þungt og því hvet ég ykkur öll til að gera ykkur glaðan dag og mæta á Ásvelli með barninu ykkar. Ekki ætti að skemma fyrir að ég, þjálfarinn strákanna sl. vetur, Kristján Ómar verð þarna inn á vellinum í búning að reyna að gera eitthvað af viti. Klukkutíma fyrir leik verður boðið upp á hamborgara og fleira inni á Ásvöllum. Sé ykkur vonandi á fimmtudaginn kemur.
Wednesday, August 28, 2013
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Sæl öll ég heiti Einar Karl og er yfir 7.flokki, eitthvað hefur riðlast til með að auglýsa tíma töfluna og árganga skiftin,en allir sem eru að byrja í 1.Bekk velkomnir á æfingu hjá okkur á fimmtud 5.sept.kl17.00 og síðan eftir helgi skv.tímatöflu sem kemur inn á bloggið um helgina,,,,
ReplyDeleteEf einhverjar spurningar sendið mér línu,, einar_karl@hotmail.com