AND

Tuesday, June 11, 2013

Sumaræfingarnar hafnar

8. flokkur karla og kvenna hafa hafið sumaræfingar. Til og með í ágúst þá verða æfingar utanhúss á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17:15-18:00. Yfirleitt fara þær fram á grasinu bakvið gervigrasstúkunu en æfingarnar gætu í einhver skipti farið fram á gervigrasinu. Best er að mæta við Vallarhúsið (bak við N1 bensínstöðina) og hitta þjálfarana þar.

Helga Helgadóttir, sem hefur séð um stelpurnar í vetur, verður áfram með æfingarnar í sumar en Ragnheiður Berg mun leysa Kristján Ómar af yfir sumartímann.

Í leiðinni hvetjum við alla til þess að taka þátt í 17. júní skrúðgöngunni og ganga þar undir merkjum Hauka. Mætið rauðklædd og fylkið ykkur bakvið Haukafánann sem verður þar á lofti. Skrúðgangan byrjar við Ásvelli kl. 13:00.

No comments:

Post a Comment

Eldri fréttir