AND

Tuesday, May 4, 2010

Æfingarleikur við Stjörnuna (uppfært)

Á sunnudaginn 16. maí spilar 8. flokkur barna sinn fyrsta æfingaleik í ár þegar Stjarnan mætir í heimsókn á Ásvelli. Leikirnir verða spilaðir milli kl. 15:00-16:30.

Það þarf að skrá sig í æfingaleikinn. Eina leiðin til að skrá sig er að mæta á að lágmarki aðra af næstkomandi tveimur æfingum (5. og 12. maí) og fá skráningarblað sem verður dreift þar. Þetta er gert til að aðeins þeir sem hafa verið virkir á æfingum upp á síðkastið fái að taka þátt í leiknum og einnig til þess að við getum skipt niður í lið sem eiga að mæta á mismunandi tímum milli kl. 9-11 þennan morgunn.

Tekið verður á móti skráningum fram til föstudagsins 14. maí. Nánar um skilin á skráningarmiðunum sjálfum.

Kv. Kristján Ómar og Hildur þjálfarar


1 comment:

  1. Tekið á móti skráningum til 10 maí...

    Samt má mæta á æfingu 12. maí og fá skráningarblað.

    hvort er rétt??

    kv. Harpa

    ReplyDelete

Eldri fréttir