Jæja nú er komið að fyrsta fótboltamótinu í sumar hjá okkur. En það verður haldið laugardaginn 22.ágúst í Mosfellsbæ, ekki er komin nákvæmleg tímasetning á leikina né leikjaniðurröðunina, við munum setja leikjaniðurröðina inn eins fljótt og hún berst okkur. Þeir sem vilja taka þátt skrá sig hér, en þátttökugjald er 1000.- og greiðist inn á 1101-26-30081 kt.050174-2989. Vinsamlegast setjið nafn á barni sem skýringu svo að þátttökugjaldið fari á réttan iðkanda. Síðasti séns er að skrá sig fyrir þriðjudaginn 18.ágúst. Ef einhver er ákveðinn í að fara ekki er fínt að fá það líka hérna á síðuna. Einnig er hægt að skrá sig með því að senda sms.
Leiðbeiningar fyrir skráninguna. Þið ýtið á comment skrifið þar t.d. "Siggi mætir á Afmælismótið" og ýtið svo á post comment. Ef þið lendið í einhverjum vandræðum þá getið þið haft samband við okkur.
Kveðja, Hildur og Kristján Ómar.
Tuesday, August 11, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Arndís mætir.
ReplyDelete