Okkur hefur verið boðið á Latabæjarmótið sem fer fram í Kaplakrika laugardaginn 6.apríl. Latabæjar-karakterarnir mæta á svæðið, það verður þrautabraut og eitthvað fleira skemmtilegt í boði, til viðbótar við sjálfa fótboltaleikina. Nákvæm tímasetning á mótinu er ekki komin en gera má ráð fyrir því að það fari fram um morguninn eða fyrri part dags. Mótsgjaldið verður 1000-1500 kr. Þeir sem ætla að vera með verða að skrá sig HÉR. Nákvæmari upplýsingar koma þegar nær dregur að móti.
ATH! Aðeins þeir sem hafa gert upp æfingagjöld fyrir veturinn 2012-13 eru gjaldgengir á mótið. Þeir sem hafa ekki gert það en vilja vera með skulu snúa sér til Guðbjargar Norðfjörð íþróttastjóra Hauka til að ganga frá gjöldunum (gudbjorg@haukar.is / s.5258702).
Miðvikudaginn 27. mars verður frí á æfingu vegna páskafrís. Að öðru leyti halda æfingarnar sér.
Kv. Kristján Ómar og Helga, þjálfarar.
Ellen María er á fimleikamóti 9:30-10:30 þannig að það ræðst hvort hún kemst þegar tímasetning liggur fyrir.
ReplyDeletekv. Sveindís
Rut verður með :)
ReplyDeleteBaldvina verður með ;)
ReplyDeleteRagnheiður Þórunn verður með!!
ReplyDelete