AND

Thursday, April 4, 2013

Latabæjarmótið - Til strákaforeldra

Til foreldra þeirra sem hafa skráð sig á Latabæjarmótið (ATH! Lokað hefur verið fyrir skráningar).

Latabæjarmótið er á laugardaginn milli kl. 9-13 í Kaplakrika hjá FH. Alls hafa 24 strákar skráð sig til leiks og förum við með 4 lið á mótið.

Strákar fæddir 2007 spila kl. 9-11 og strákar fæddir 2008 spila kl. 11-13. Það væri kærkomið ef einhvert eitt foreldri úr hverju liði myndi vilja taka að sér "liðsstjóra" hlutverk sem felur einfaldlega í sér að hjálpa okkur, mér og aðstoðarþjálfurunum, við að halda hópnum saman og passa upp á að allir séu mættir á réttan stað og á réttum tíma þegar leikur á að hefjast. Starfslýsingin felur einnig í sér skóreimingar og jákvæða liðshvatningu. 

Þeir sem eiga Haukabúning mega endilega mæta í honum. Ég verð með einhverja búninga til vara fyrir þá sem eiga ekkert slíkt, en reynið samt að finna til Haukagalla eða alla vega einhverja rauða flík að ofan. 

Mótsgjald er 1500 kr. á dreng og greitt er á staðnum. Allir fá m.a. verðlaun og mótsboli fyrir þátttökuna. 


Ég man ekki hver það var en man að einhver fæddur 2007 gat ekki verið nema kl. 11 og mögulega eru fleiri í þeirri stöðu, en það er mikilvægt að ég fái slík skilaboð sem fyrst. Ég er að reyna að stíla upp á að vera bara með 1 varamann í hverju liði, svo það er ekki mikið svigrúm upp á að hlaupa í að svissa leikmönnum af kl. 9 yfir á kl. 11 leiktímann. 

Ég á eftir að fá lokaskammtinn af upplýsingum frá mótshöldurum og mun um leið koma því mikilvægasta áfram á ykkur.

No comments:

Post a Comment

Eldri fréttir