Uppskeruhátíð yngri flokka Hauka &
Úrslitaleikur hjá meistaraflokki kvenna
Föstudaginn 23. september nk. kl. 18:00 verður boðið upp á fótboltaveislu Ásvöllum þegar uppskeruhátíð yngri flokka verður haldin í salnum í Íþróttamiðstöð Hauka.
Hátíðin stendur yfir í ca. klukkustund þar sem eldri árgangar verða útskrifaðir upp í eldri flokka og þjálfarar fara stuttlega yfir árið í hverjum flokk.
Hátíðin stendur yfir í ca. klukkustund þar sem eldri árgangar verða útskrifaðir upp í eldri flokka og þjálfarar fara stuttlega yfir árið í hverjum flokk.
Strax að því loknu ætlum við svo að fylla stúkuna við fótboltavöllinn og hvetja okkar stúlkur í meistaraflokki kvenna til sigurs í algjörum úrslitaleik gegn Keflavík um sæti í Pepsí deild á næsta ári. Fyrri leik liðanna lauk með 1-0 sigri Keflavíkur en okkar stelpur hafa sýnt það oftar en einu sinni í sumar að þær eru magnaðar þegar mest á reynir.
Taktu þátt í flottri fótboltahátíð föstudaginn 23. september á Ásvöllum.
Klæðum okkur vel og myndum frábæra stemningu bæði inni og úti á Ásvöllum.
Áfram Haukar!!!
No comments:
Post a Comment