Allar stelpur mæta fyrir framan gervigrasið í Víkinni (Fossvogi) kl. 12:10 (alls ekki síðar). Greiða þarf 2.000 kr. þátttökugjald við komu á svæðið. Fyrstu leikir eru kl. 12:40 og þeir síðustu kl. 14:19. Það er spilað þétt svo foreldrar þurfa að fylgjast vel með því hvar og hvenær þeirra stúlka spilar. Ég dreifi leikjaplani þegar þið mætið. Við erum aðeins færri en við áætluðum í upphafi þannig að við þurfum að færa eitthvað á milli liða (þ.e. sumar stelpurnar spila kannski með tveimur liðum). Það er því mjög mikilvægt að allar sem eru skráðar mæti til leiks. Þær sem eiga Haukabúninga koma með þá, ég verð með nokkra með mér fyrir þær sem eiga ekki búning. Bílastæði við Víkina eru af skornum skammti svo fólki er bent á að leggja við Fossvogsskóla, þaðan er stutt labb á völlinn. Í mótslok fara stelpurnar í myndatöku og svo í grillveislu sem er við íþróttahúsið. Gott er að hafa nesti með, eitthvað sem er fljótlegt að borða og fremur hollt. Ef einhverjar spurningar eru þá hringið þið bara í mig :)
Kveðja,
Helga.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment