AND

Wednesday, October 13, 2010

Íbúagátt og skráningar

Sælir foreldrar
Þið eru vonandi með allt um Íbúagáttina á hreinu. Ef ekki skuluð þið lesa síðustu færslu hér fyrir neðan. Fresturinn til að skrá barnið sitt rennur út á miðnætti á föstudaginn og ef það gleymist að skrá viðkomandi hjá Haukum þá hækka æfingagjöldin hjá ykkar barni sem um því nemur.

Hitt mikilvæga málið er skráningar og iðkendaupplýsingarnar. Við ætlum að reyna þá nýlundu núna að vera með iðkendaskjalið opið þannig að hver sem er getur skrifað inn í skjalið réttar upplýsingar um sitt barn.

Hérna til hægri er sem sagt opið excel-skjal sem heitir "Skráðir iðkendur". Ef þið smellið á þessa krækju þá opnast excel-skjalið og ég ætla að biðja ykkur um að uppfæra upplýsingarnar um ykkar barn. Það kann að vera að einhverjar skráningar sem hafa borist okkur á sl. 2-3 vikur vanti þarnar inn. Í slíkum tilfellum, og hjá þeim sem ekki hafa skráð sig, skuluð þið smella á "Nýskráningar" og skrá niður sömu upplýsingar.

No comments:

Post a Comment

Eldri fréttir