AND

Thursday, September 9, 2010

Byrjendur í fótboltanum!

Við höfum fengið mikið af fyrirspurnum varðandi æfingar hjá börnum fædd 2005-2006. Öll börn fædd 2005-2006 eru velkomin á æfingar hjá okkur en við æfum einu sinni í viku á Ásvöllum (inni) kl.17:15-18:00. Besti fatnaðurinn fyrir æfingarnar eru strigaskór, stuttbuxur og stuttermabolur.

Ef þú ætlar að koma með barnið á æfingar er gott að senda okkur upplýsingar um eftirtalin atriði: Nafn barns, kennitala, heimilisfang, heimasími, nafn foreldra, kennitala foreldra, gsm símanúmer foreldra og netfang. Einnig þarf að koma fram ef barnið hefur ofnæmi fyrir einhverju eða einhverjar sérþarfir.

Þegar þessar upplýsingar hafa borist okkur og barnið hefur mætt hjá okkur þá skráist barnið sem iðkandi hjá okkur og í framhaldi á því fáið þið greiðsluseðil frá knattspyrnudeildinni.

Foreldrar verða sjálfir að sækja um niðurgreiðslu á æfingagjöldunum hjá íbúagáttinni á tilsettum tímum. En íbúagáttinn er næst opin frá 1.okt til 15.okt fyrir sept til des. og svo aftur 1.feb-15.feb fyrir jan til maí.

MIKILVÆGT ER AÐ FORELDRAR SÉU ALLTAF Á STAÐNUM Á MEÐAN ÆFINGUNNI STENDUR. EF BARNIÐ MEIÐIST, ÞARF Á KLÓSETTIÐ EÐA EINHVERJA HUGGUN ER MIKILVÆGT AÐ FORELDRAR SÉU TIL STAÐAR.

SJÁUMST Á ÆFINGU, HILDUR, KRISTJÁN ÓMAR OG AÐSTOÐARLIÐIÐ!


No comments:

Post a Comment

Eldri fréttir