AND

Thursday, February 25, 2010

Hummel söludagar Hauka!

Nú er komið að söludögum Hauka á Hummel íþróttafatnaði. Gerður var þriggja ára samningur við Hummel í haust og er nú komið að því að yngri flokkar handknattleiks-, körfuknattleiks- og knattspyrnudeildar fái að kaupa búninga, heilgalla, peysu og/eða vindjakka.

Söludagarnir verða á Ásvöllum:

Mánudaginn 1. mars kl. 17:00-20:00
Þriðjudaginn 2. mars. kl. 17:00-20:00
Miðvikudaginn 3. mars. kl. 17:00-20:00


Verð á íþróttafatnaði:
Börn Fullorðnir
Knattspyrnubúningur (buxur og treyja) 9.500 (með merkingum, Haukamerki, númer og logo)
Haukagalli (buxur og jakki)
8.990 (með Haukamerki)
Haukapeysa
6.400 (með Haukamerki)
Haukavindjakki
8.990 (með Haukamerki) (ath þessi verð miðast við barnastærðir)

Innifalið í verði eru merkingar þ.e. Haukamerki, keppnisnúmer og logo samstarfsaðila.

Foreldrar/forráðamenn mæta á Ásvelli, panta það sem vantar og greiða við pöntun. Tekið er við peningum, debetkortum og kreditkortum. Hægt er að skipta greiðslum sé þess óskað. Ef verslað er fyrir 30.000 eða meira fæst 5% afsláttur.

Foreldrar/forráðamenn fá fatnaðinn afhendan á Ásvöllum, afhendingarferlið tekur 2-3 vikur. Þaðan þarf að fara með keppnistreyju og merkja hana með keppnisnúmeri (innifalið í verði) á þar til gerðum stað (verður komið á hreint við afhendingu). Þeir sem vilja geta sett nafn barnsins aftan á búninginn og/eða á annan íþróttafatnað en það mun vera á eigin kostnað.

Hægt er að sjá fatnaðinn á heimasíðu Hauka haukar.is eða á Ásvöllum en þar eru allur fatnaðurinn til sýnis fram að söludögum.

Ef þið hafið einhverjar spurningar þá hafið endilega samband við Guðbjörgu, íþróttastjóra, í síma 525-8702/861-3614.

No comments:

Post a Comment

Eldri fréttir