AND

Thursday, October 1, 2009

MJÖG MIKILVÆGT AÐ LESA! Niðurgreiðsla - íbúagáttin!

Frá árinu 2002 hefur Hafnarfjarðarbær greitt niður þátttökugjöld fyrir börn og unglinga í æskulýðs- og íþróttafélögum í Hafnarfirði. Fjölbreytni í íþrótta- og tómstundastarfi í Hafnarfirði er mikil og allir ættu að geta fundið áhugamálum sínum góðan farveg.

Sú breyting hefur orðið á fyrirkomulagi niðurgreiðslunnar að staðfesta þarf þátttöku viðkomandi barns í Íbúagáttinni á hafnarfjordur.is. Frestur til að staðfesta þátttöku vegna haustannar 2009 er til og með 15. október.
Með staðfestingu í gegnum Íbúagáttina samþykkir forráðamaður barns að Hafnarfjarðarbær greiði viðkomandi félagi niðurgreiðsluna vegna þátttöku barnsins í námskeiði á vegum félagsins.
Nánari upplýsingar um íþrótta- og tómstundastyrkina eru í Íbúagáttinni en einnig hjá Þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar í síma 585 5500 og hjá Íþróttabandalagi Hafnarfjarðar í síma 555 2300.
Bæjarbúar eru hvattir til að kynna sér málið.


ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDASTYRKIR Í ÍBÚAGÁTTINNI Ákveðið hefur verið að niðurgreiðsla íþrótta- og tómstundastyrkja fari nú í gegnum íbúagáttina hér á vef Hafnarfjarðarbæjar og er það þáttur í að auka rafræna þjónustu við bæjarbúa. Í sumar fór skráning á leikjanámskeið bæjarins fram með þessum hætti og var mikil ánægja hjá notendum með þá framkvæmd. MARKMIÐIÐ
Markmiðið með niðurgreiðslustyrknum er að gera börnum kleift að taka þátt í íþrótta- og tómstundastarfi óháð efnahag fjölskyldna og að efla íþrótta- og annað forvarnastarf í Hafnarfirði.

HVERJIR EIGA RÉTT Á ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDASTYRKJUM ?
Hafnarfjarðarbær veitir öllum börnum og unglingum að 16 ára aldri með lögheimili í Hafnarfirði niðurgreiðslu vegna íþrótta- og tómstundastarfs.

Niðurgreiðsla fyrir íþrótt/tómstund er að hámarki ári eins og hér segir:
Fyrir 6 ára og yngri kr. 12.000 ( 1000 kr. á mánuði)
Fyrir 7-12 ára kr. 24.000 ( 2000 kr. á mánuði )
Fyrir 13 -16 ára kr. 36.000 ( 3000 kr. á mánuði)
Staðfesta þarf niðurgreiðslu haustannar 2009 fyrir 15. október. Viðkomandi félag fær staðfestingu á niðurgreiðslu í tölvupósti. Með staðfestingu á niðurgreiðslunni í gegnum Íbúagátt Hafnarfjarðarbæjar hefur forráðamaður barns samþykkt að Hafnarfjarðarbær greiði viðkomandi félagi niðurgreiðsluna vegna námskeiðs barnsins hjá félaginu.


HVERNIG SÆKI ÉG UM NIÐURGREIÐSLUNA ? Valinn er hnappurinn NIÐURGREIÐSLUR VEGNA ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDASTARFS og þá birtast nöfn þeirra barna sem eiga rétt á niðurgreiðslunni. Þegar búið er að velja barn, birtist umsóknareyðublaðið þar sem viðkomandi félag og deild er valið. Í lokin þarf að staðfesta umsóknina. Félagið fær staðfestingu á að viðkomandi forráðamaður hafi staðfest niðurgreiðsluna. Staðfesta þarf niðurgreiðslur fyrir hverja önn.
AÐSTOÐ Þurfir þú á aðstoð að halda við innskráningu eða notkun á íbúagáttinni þá endilega hafðu samband við þjónustuver bæjarins 585 5500 eða notaðu netspjallið á www.hafnarfjordur.is
Hér er hægt að skoða samning Hafnarfjarðarbæjar við íBH.
Hér er hægt að skoða hvaða félög hafa gert samning.
Einnig er hægt að hafa samband við íþróttastjóra í s: 525-8700 eða s: 861-3614.

No comments:

Post a Comment

Eldri fréttir